Farðu í vöruupplýsingar
1 af 4

Garðaflóra

Osteospermum 'Akila® Sunset Shades' - sólboði

Osteospermum 'Akila® Sunset Shades' - sólboði

Venjulegt verð 900 ISK
Venjulegt verð Útsöluverð 900 ISK
Afsláttur Uppselt
Verð með vsk

Ættkvíslin Osteospermum tilheyrði áður ættkvísl regnboða, Dimorphotheca, en þeirri ættkvísl var skipt upp þannig að einærar tegundir urðu eftir í Dimorphotheca ættkvíslinni og ný ættkvísl, Osteospermum, skilgreind fyrir fjölærar tegundir. Þær eru fjölærar þar sem ekki frystir og eru því ræktaðar sem sumarblóm hér.

Akila® serían einkennist af mjög þéttum plöntum í ríkulegu litaúrvali. 'Sunset Shades' litablandan inniheldur litatóna frá vínrauðum yfir í gult.

Fræ frá Moles Seeds.

Sáð í janúar. Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun eftir 7-14 daga við stofuhita.  

15 fræ í pakka.

Skoða alla vörulýsingu